Ísraelar fjarlægja vegatálma á Vesturbakkanum

Ehud Barak
Ehud Barak Reuters

Ísra­el­ar ætla að fjar­lægja 24 vegatálma á Vest­ur­bakk­an­um í Palestínu til að auðvelda Palestínu­mönn­um þar ferðalög, og auka stuðning við Mahmoud Abbas, for­seta palestínsku her­náms­svæðanna. Ísra­el­ar lýsti því yfir fyrr í dag að Gasa-svæðið væri skil­greint sem „óvin­veitt”, og að hugs­an­lega yrði lokað fyr­ir raf­magn, vatn og olíu­flutn­inga þar.

Ehud Barak, varna­málaráðherra Ísra­els til­kynnti um þetta í dag á fundi sín­um með Condo­leezzu Rice, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­an­an, og sagði reynsl­una af þess­um aðgerðum síðan verða nýtta til að taka ákv­arðanir um frek­ari slík­ar ákv­arðanir.

For­sæt­is­ráðherr­ann Ehud Ol­mert sagði í síðustu viku að hann hyggðist leggja fram drög að áætl­un um að fjar­lægja ein­hverja af þeim 500 vegatálm­um sem Ísra­el­ar hafa komið fyr­ir á Vest­ur­bakk­an­um á næsta fundi þeirra, sem lík­lega verður í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert