Ísraelar ætla að fjarlægja 24 vegatálma á Vesturbakkanum í Palestínu til að auðvelda Palestínumönnum þar ferðalög, og auka stuðning við Mahmoud Abbas, forseta palestínsku hernámssvæðanna. Ísraelar lýsti því yfir fyrr í dag að Gasa-svæðið væri skilgreint sem „óvinveitt”, og að hugsanlega yrði lokað fyrir rafmagn, vatn og olíuflutninga þar.
Ehud Barak, varnamálaráðherra Ísraels tilkynnti um þetta í dag á fundi sínum með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanan, og sagði reynsluna af þessum aðgerðum síðan verða nýtta til að taka ákvarðanir um frekari slíkar ákvarðanir.
Forsætisráðherrann Ehud Olmert sagði í síðustu viku að hann hyggðist leggja fram drög að áætlun um að fjarlægja einhverja af þeim 500 vegatálmum sem Ísraelar hafa komið fyrir á Vesturbakkanum á næsta fundi þeirra, sem líklega verður í næstu viku.