Varnarmálaráðuneyti Danmerkur hefur lýst því yfir að ekkert hafi verið athugavert við það að birta mynd af þremur kvenhermönnum þar sem þær sjást sitja á hækjum sér úti í náttúrunni og létta á sér. Heldur ráðuneytið því fram að þar sem konurnar hafi veitt samþykki sitt fyrir myndbirtingunni sé ekkert athugavert við hana. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Hörð gagnrýni hefur komið fram á myndbirtinguna í Danmörku og hefur því m .a. verið haldið fram að birting myndarinnar sé tákn karlrembuviðhorfs og kynjamismunar innan danska hersins