Rice: Tímabært að hrinda tveggja ríkja lausninni í framkvæmd

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna Reuters

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í sólarhringsheimsókn til Ísraels í morgun til að ræða við ísraelska og palestínska ráðamenn og hvetja þá til að taka skref fram á veginn í samningaviðræðum sínum. „Við getum ekki bara haldið endalaust áfram að segja að við viljum tveggja ríkja lausn,” sagði hún skömmu áður en hún lenti í Ísrael. „Við verðum að hefjast handa við að hrinda henni í framkvæmd.” Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

„Ráðstefnan mun þjóna einmitt þeim tilgangi. Málið snýst ekki bara um það að lýsa því yfir að við viljum öll sjá tveggja ríkja lausn,” sagði Rice.

Talið er Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, muni leggja á það áherslu í viðræðum sínum við Rice í dag að nægjanlegt sé að ráðstefnan komi sér saman um sameiginlega yfirlýsingu þar sem fjallað verði um grundvallarhugmyndafræði hugsanlegra friðarsamninga Ísraela og Palestínumanna.

Olmert lýsti því nýlega yfir að ekki verði gengið frá nokkurs konar bindandi samkomulagi Ísraela og Palestínumanna á ráðstefnunni sem stefnt er að að haldin verði í nóvember. Í kjölfar yfirlýsingar hans lýsti Mahmoud Olmert, leiðtogi Palestínumenna, því yfir að hann sæi enga ástæðu til að sækja ráðstefnuna væru Ísraelar staðráðnir í að ræða þar einungis hlutina á hugmyndafræðilegum grunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert