Bandaríkjamenn sögðust í dag gefa lítið fyrir hótanir Osama bin Laden, sem hótar Pakistönum og stjórn forsetans Pervez Musharraf stríði á hljóðupptöku sem gefin var út í dag.
Tom Casey, talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði í kjölfar yfirlýsingarinnar að bin Laden geti hótað hverjum sem hann vildi. „Við ætlum að halda áfram að starfa með Pakistönum, og öðrum vinum okkar og bandamönnum um allan heim, að því að berjast gegn honum og tryggja að við og bandamenn okkar séu öruggir gegn honum og hans líkum.
Á bandinu sagði bin Laden það skyldu múslima í Pakistan að heyja heilagt stríð gegn forsetanum, stjórnvöldum, hernum og hverjum þeim sem aðstoðaði hann.