Rauða hverfinu í Amsterdam breytt í verslanir og íbúðir?

Vændiskona í Amsterdam.
Vændiskona í Amsterdam. Reuters

Borgaryfirvöld í Amsterdam tilkynntu í dag að þau hyggðust verja allt að 15 milljónum evra, eða um 1,3 milljörðum króna í að kaupa upp fasteignir í Wallen, hinu alræmda rauða hverfi borgarinnar. Borgin ætlar að aðstoða fasteignafjárfesti við að kaupa 51 „glugga” á götum borgarinnar þar sem konur hafa boðið líkama sína til sölu, og byggja þar íbúðir og verslanir.

Borgarstjórinn Job Cohen sagði á blaðamannafundi í dag þar sem tilkynnt var um samkomulagið að margt hefði breyst á undanförnum árum og að lögunum væri ekki ætlað að koma illa við löglegt vændi í Wallen heldur sporna við glæpum.

Cohen segir þrælkun kvenna, smygl á þeim og ýmsa aðra glæpi hafa stóraukist undanfarin ár.

Lodewijk Asscher, borgarfulltrúinn sem séð hefur um að koma þessum hugmyndum í framkvæmd segist ekki telja að ákvörðunin muni hafa slæm áhrif á ferðamannaiðnað. Ferðamenn sem komi í hverfið séu flestir til þess eins komnir að glápa, og nýti sér ekki einu sinni bari og veitingastaði í hverfinu.

„Hvort er mikilvægara? Ferðamannastaður eða konur sem eru fórnarlömb? Þetta er nútímaþrælkun,” bætti Asscher við.

Stéttarfélag fólks sem stundar vændi hefur hins vegar segjast hins vegar á því að ef gluggarnir hverfi þýði það að konurnar verði síður sýnilegri, og því muni líkur á misnotkun, þrældómi og öðru ofbeldi aukast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert