Fidel Castro virðist hressari en áður

Allt annað virðist vera að sjá Fidel Castro, leiðtoga Kúbu, í nýju myndskeiði sem sýnt var í ríkissjónvarpinu á Kúbu síðdegis í dag. Engar myndir hafa verið sýndar af leiðtoganum í þrjá mánuði og hafa verið sögusagnir uppi um að hann væri látinn. En á myndbandinu í dag virðist hann vera mun hressari heldur en áður.

Í ávarpinu talaði Castro um hátt olíuverð og stöðu evru gagnvart Bandaríkjadal. Castro, sem er 81. árs að aldri, hefur ekki sést opinberlega síðan 31. júlí 2006 þegar tilkynnt var um alvarleg veikindi hans og að Raul bróðir hans tæki við forsetaembættinu tímabundið í hans stað.

Fidel Castro í sjónvarpi í dag.
Fidel Castro í sjónvarpi í dag. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert