Karlremba að feður fylgi dætrum að altarinu?

Sænskar brúðir sem vilja að faðir þeirra fylgi þeim að altarinu verða að velja prestinn vel, því farið er að bera á því að prestar í Svíþjóð banni þetta í kirkjum sínum, þar sem þeim þykir siðurinn bera vott um karlrembu.

Yvonne Hallin, prestur í Stokkhólmi segir fréttastofunni AFP að unnið hafi verið mikið að því að útrýma öllum kynbundnum ójöfnuði í landinu, og að framvegis muni hún ekki leyfa feðrum að fylgja dætrum sínum að altarinu.

„Pör sem gifta sig eru jöfn þegar kemur að fjármálum, stjórnmálum og gildum, en þegar þau koma í kirkjuna er konan skyndilega eign mannsins”, segir Hallin og bendir á að það sé ekki sænskur siður að fylgja brúði að altarinu, heldur hafi Svíar tekið þetta upp úr breskum og bandarískum bíómyndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert