Lögreglumenn horfðu á dreng drukkna

Tveir óþjálfaðir hverf­is­lög­reglu­menn í Wig­an í Manchester á Englandi hafa verið hreinsaðir af allri sök, á því að hafa ekki gert til­raun til bjarga ung­um dreng sem þeir sáu drukkna þann 3. maí síðastliðinn. Í niður­stöðu rann­sókn­ar­skýrslu um at­vikið seg­ir að menn­irn­ir hafi ekki verið þjálfaðir til að bregðast við slík­um aðstæðum og að þeir hafi farið eft­ir fyr­ir­mæl­um um að taka enga áhættu í starfi. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

Drengrinn Jor­don Lyon, sem var tíu ára, stökk út í tjörn til að bjarga átta ára stjúp­syst­ur sinni sem hafði dottið út í hana. Tveim­ur veg­far­end­um tókst síðan að ná henni upp úr vatn­inu en Jor­don fannst ekki fyrr en hann var lát­inn.

"Bæði lög­regl­an og slökkviliðið brýn­ir reglu­lega fyr­ir fólki að fara ekki út í vatn sem það þekk­ir ekki. Það hefði því verið óviðeig­andi af lög­reglu­mönn­un­um að fara út í vatnið, þar sem þeir voru ekki þjálfaðir til björg­un­ar úr vatni,” seg­ir talsmaður lög­regl­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert