Lögreglumenn horfðu á dreng drukkna

Tveir óþjálfaðir hverfislögreglumenn í Wigan í Manchester á Englandi hafa verið hreinsaðir af allri sök, á því að hafa ekki gert tilraun til bjarga ungum dreng sem þeir sáu drukkna þann 3. maí síðastliðinn. Í niðurstöðu rannsóknarskýrslu um atvikið segir að mennirnir hafi ekki verið þjálfaðir til að bregðast við slíkum aðstæðum og að þeir hafi farið eftir fyrirmælum um að taka enga áhættu í starfi. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Drengrinn Jordon Lyon, sem var tíu ára, stökk út í tjörn til að bjarga átta ára stjúpsystur sinni sem hafði dottið út í hana. Tveimur vegfarendum tókst síðan að ná henni upp úr vatninu en Jordon fannst ekki fyrr en hann var látinn.

"Bæði lögreglan og slökkviliðið brýnir reglulega fyrir fólki að fara ekki út í vatn sem það þekkir ekki. Það hefði því verið óviðeigandi af lögreglumönnunum að fara út í vatnið, þar sem þeir voru ekki þjálfaðir til björgunar úr vatni,” segir talsmaður lögreglunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert