Öryggisverðir Blackwater aftur á götum Bagdad

Öryggisverðir frá bandarísku öryggisþjónustunni Blackwater birtust aftur á götum Bagdad, höfuðborgar Íraks, í morgun. Fyrir fjórum dögum bönnuðu írösk stjórnvöld Blackwater tímabundið að starfa í borginni eftir að starfsmenn fyrirtækisins lentu í skotbardaga þar sem 10 manns létu lífið.

Öryggisverðir frá Blackwater gættu í morgun starfsmanna bandaríska sendiráðsins og annarra embættismanna í „takmarkaðri aðgerð," að sögn Mirembe Nantongo, talsmanns bandaríska sendiráðsins.

Sagði Nantongo, að þessi ákvörðun hefði verið tekin eftir viðræður við írösku ríkisstjórnina. Verður allra bílalesta gætt af starfsmönnum Blackwater á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert