Talið er að um tíu þúsund búddamunkar hafi tekið þátt í mótmælum í miðborg Mandalay á Myanmar í dag. Eru munkarnir að mótmæla mikilli eldsneytisverðhækkun sem herforingjastjórnin í landinu tilkynnti um fyrir mánuði síðan. Á mánudag hófust mótmælagöngur búddamunkanna á Myanmar og fjölgar dag frá degi þeim sem taka þátt.