Það gengur kraftaverki næst að Robert Robertson, 43 ára flugmaður á Flórída í Bandaríkjunum, skyldi lifa af er hann brotlenti flutningavél á hraðbraut í gær. Allur stjórnklefi vélarinnar sópaðist burtu í lendingunni, en eftir sat Robertson í flugstjórasætinu, alvarlega slasaður.
Robertson var einn í vélinni og var nýbúinn að taka í loftið frá Fort Lauderdale á leið til Bahamaeyja með frakt þegar vélin missti afl og fór að lækka yfir hraðbrautinni. Hún kom niður á grasi vöxnum bakka við brautina, þar sem var þung bílaumferð. Fjöldi sjónarvotta varð að brotlendingunni.
Robertson hlaut fótbrot, handleggsbrot og nefbrot, og slæmt höfuðhögg.
Sjá fréttamyndskeið frá Reuters