Lögreglustjóri gagnrýnir foreldra Madeleine

Kate og Gerry McCann.
Kate og Gerry McCann. AP

Ríkislögreglustjórinn í Portúgal, Carlos Anjos, segir að foreldrar Madeleine McCann hafi hindrað rannsóknina á hvarfi hennar. Í raun væri tilgangslaust að yfirheyra foreldrana frekar, þar sem þeir myndu neita að tala, eins og væri réttur þeirra. Sagði Anjos að rannsóknin á hvarfi Madeleine gæti tekið langan tíma.

Frá þessu greinir fréttavefur Sky sjónvarpsins breska. Þar er ennfremur haft eftir Anjos að viðbrögð foreldra Madeleine, Kate og Gerry McCann, hefðu gert „erfitt og flókið mál ... enn verra.“ Þau hafi tilkynnt portúgölsku lögreglunni að þau muni ekki segja neitt frekar í tengslum við rannsóknina.

Talsmaður Gerrys og Kate hafnaði þessum ásökunum lögreglustjórans, og sagði ekkert hæft í því að þau hindruðu rannsókn málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert