Ofbeldi gagnvart eldra fólki algengt í Japan

Tæp 22% japönsku þjóðarinnar er 65 ára og eldri
Tæp 22% japönsku þjóðarinnar er 65 ára og eldri

Þúsundum eldri borgara í Japan er misþyrmt af ættingjum á hverju ári, samkvæmt nýrri skýrslu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti landsins. Á sama tíma hækkar hlutfall eldri borgara hratt í landinu en tæp 22% þjóðarinnar er 65 ára eða eldri. Alls eru Japanar 127,8 milljónir talsins. Rannsóknir benda til þess að eftir um það bil hálfa öld verði um 50% japönsku þjóðarinnar 65 ára og eldri.

Samkvæmt skýrslunni var tilkynnt um 12.600 tilvik þar sem eldra fólki var misþyrmt á síðasta ári, samkvæmt skýrslunni. Í flestum tilvikum var um ættingja að ræða en í 50 tilvikum var það starfsfólk á hjúkrunarheimilum sem var brotavaldur.

Skýrslan, sem er sú fyrsta sem ráðuneytið lætur gera eftir að ný lög til verndar eldra fólki voru sett í landinu í apríl sl., bendir til þess að konur eru í miklum meirihluta fórnarlamba. En samkvæmt skýrslunni voru konur yfir áttrætt í 80% fórnarlömb misþyrminga. Um 40% fórnarlambanna þjást af elliglöpum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert