Franska ríkið í miklum fjárhagserfiðleikum

Jean-Claude Trichet, Seðlabankastjóri Evrópu
Jean-Claude Trichet, Seðlabankastjóri Evrópu Reuters

Bankastjóri seðlabanka Evrópu, Jean-Claude Trichet, sagði í dag að franska ríkið ætti í miklum fjárhagsvandræðum. Forsætisráðherra Frakklands, Francois Fillon, sagði á föstudaginn að ríkissjóður í Frakklandi væri nánast gjaldþrota. Trichet sagði í útvarpsviðtali í dag að það hefði verið rétt af Fillon að veka athygli á vandanum, sem hefði eðlilega mjög slæm áhrif á franskt efnahagslíf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert