Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, bað japönsku þjóðina afsökunar í ávarpi sem sem hann flutti á sjúkrabeði í dag. Sagði Abe að afsögn hans hafi ekki getað komið á verri tíma. Þann 12. september sl. tilkynnti Abe að hann ætlaði að láta af embætti forsætisráðherra og var hann lagður inn á sjúkrahús daginn eftir vegna ofálags.
Í kjölfarið skapaðist mikil óvissa í japönskum stjórnmálum en um helgina kaus flokkur Abe, Frjálslyndi demókrataflokkurinn, Yasuo Fukuda, 71 árs formann flokksins. Fukuda fær það hlutverk að gegna embætti forsætisráðherra í stað Shinzo Abe.