Frönsk yfirvöld vöruðu í morgun herstjórnina í Myanmar við því að hún bæri ábyrgð á öryggi mótmælenda í Yangon. Ríflega 100 þúsund manns fylgdu Búddamunkum út á gjötur Yangon í morgun og eru það mestu mótmæli gegn herstjórninni undanfarin tuttugu ár.
„Herstjórnin svarar fyrir öryggi mótmælendanna gagnvart alþjóðasamfélaginu,” sagði talsmaður franska utanríkisráðuneytisins, Frederic Desagneaux.
„Það er kominn tími til að yfirvöld í Burma samþykki raunverulegar umbætur og sættir í landinu,” sagði hann.