Erlendir námsmenn sem koma til Bretlands eiga von á því að verða skólaðir í biðraðamenningu Breta. Á þetta einkum við biðraðir eftir almenningssamgöngufarartækjum.
Á eyjunni Isle of Wight hafa forsvarsmenn almenningssamgangnafyrirtækja beðið skólayfirvöld í tungumálaskólum um að uppfræða útlenda nema um það hvernig biðraðir ganga fyrir sig. Er þetta gert vegna ítrekaðra kvartana yfir erlendum námsmönnum á eyjunni.