Bandarískur liðsforingi hefur verið kærður fyrir að skipuleggja eitt mesta mútuþægni og spillingarmál gegn hernum frá upphafi stríðinu í Írak. John Lee Cockerham liðsforingi er 41 árs og á hann ásamt eiginkonu sinni og systur að hafa komið sér upp flóknu neti erlendra bankareikninga og öryggishólfa með nærri 625 milljónir íslenskra króna sem hann á að hafa þegið í mútur og dregið sér fé úr sjóðum hersins.
Samkvæmt New York Times hafa tveir yfirmenn í hernum framið sjálfsmorð eftir að upp komst að þeir voru flæktir í málið.
Cockerham liðsforingi stjórnaði birgða- og samningastöð í Camp Arifjan í Kúveit sem í upphafi stríðsins var lítil með 7 til 12 manna liði og velti um 9 milljörðum íslenskra króna í öflun birgða.
Brátt fór birgðastöðin að velta nærri 250 milljörðum króna án þess að eftirlit væri haft með því að fjármunirnir færu í það sem þeim var ætlað.