Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði í sjónvarpsviðtali í dag að það hefði verið smán hefði Mahmoud Ahmadinejad Íransforseta verið leyft að heimsækja Ground Zero í New York þar sem Tvíburaturnarnir stóðu fram til 11. september árið 2001. „Ég held það hefði verið smán,” sagði Rice. „Þetta er maður sem er forseti þess ríkis sem sennilega er helsta stuðningsríki hryðjuverka, maður sem hafnað því að helförin hafi átt sé stað og maður sem hefur talað um að afmá ríki af landakortinu. Ég tel að það hefði verið smán.”
Ahmadinejad kom til New York í gær og lýsti því yfir við það tækifæri að kjarnorkusprengjan væri úreld. „Í stjórnmálum samtímans þá er kjarnorkusprengjan merkingarlaus,” sagði hann. „Hefði hún eitthvað gildi hefði hún komið í veg fyrir hrun Sóvétríkjanna. Væri hún hjálpleg myndi hún leysa þann vanda sem Bandaríkjamenn standa frammi fyrir í Írak. Tími sprengjunnar er liðinn."