Þjófar með nef fyrir sjaldgæfum vínum

Talið er að vínstuldurinn hafi verið pantaður.
Talið er að vínstuldurinn hafi verið pantaður. mbl.is/Árni Sæberg

Innbrotsþjófar stálu sjaldgæfum og verðmætum vínflöskum fyrir tugi milljóna íslenskra króna í Söderåkra sunnan við Kalmar í Svíþjóð í nótt. Eigandi veitingamiðstöðvarinnar Stufvenäs telur að þjófnaðurinn hafi verið pantaður og að vínið sé á leið til safnara í Bandaríkjunum.

Samkvæmt fréttavef Dagens Nyheter var vínþjófnaðurinn vel skipulagður, tvær stórar víngeymslur voru tæmdar af 4500 flöskum sem eru um fimm til sex tonn að þyngd.

Meðal gersema sem hurfu var flaska af Chateaux Lafite frá árinu 1900 sem metin er á tæpa milljón íslenskra króna.

Talið er að vínstuldurinn hafi verið pantaður.
Talið er að vínstuldurinn hafi verið pantaður. mbl.is/Arnaldur Halldórsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert