Aðferðir við dauðarefsingar skoðaðar af Hæstarétti Bandaríkjanna

Ekki eru allir Bandaríkjamenn sáttir við að dauðarefsingum sé beitt.
Ekki eru allir Bandaríkjamenn sáttir við að dauðarefsingum sé beitt. AP

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að skoða stjórnlagalegt réttmæti notkunar á banvænum sprautum, sem er notað í 90% af þeim aftökum sem fram fara í landinu. Er þetta í fyrsta skipti sem Hæstiréttur samþykkir að ræða hvort efnasamsetningin sem notuð er brjóti gegn áttundu grein stjórnarskrárinnar.

Munu dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna ætla að hlýða á áskorun tveggja fanga á dauðadeild í Kentucky, Ralph Baze og Thomas Clyde Bowling Jr., en þeir lögsóttu Kentuckyríki árið 2004 fyrir að beita bannvænum sprautum við dauðarefsingar. Gagnrýna þeir samsetningu þeirra efna sem notuð eru í sprauturnar en oft tekur það fanga langan tíma að deyja auk þess sem dauðdaginn er kvalafullur.

Í síðustu viku úrskurðaði héraðsdómari í Tennessee að notkun á banvænum sprautum væri brot á stjórnarskrá og lagði bann við því að fanginn sem um var að ræða yrði tekinn af lífi. Stjórnvöld í Tennessee eiga eftir að ákveða hvort úrskurðinum verði áfrýjað en samþykkti að hætta við aftökuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert