Bretland þarf sterk tengsl bæði við Bandaríkin og Evrópu sagði utanríkisráðherra Bretlands, David Miliband á ársþingi breska Verkamannaflokksins í morgun. Hann boðaði breytta tíma í utanríkismálum bresku stjórnarinnar undir leiðsögn nýs forsætisráðherra.
Miliband sem er yngsti utanríkisráðherra Breta undanfarin 30 ár sagði það væri kominn tími til að draga lærdóm af síðasta áratug.
Hann viðurkenndi að þátttaka Breta í Íraksstríðinu með George W. Bush og Bandaríkjunum hefði haft sundrandi áhrif og að það hefði einnig haft slæm áhrif á samstarf þjóðanna allt frá innrásinni í Írak 2001.
„Þó að við höfum unnið stríðin, þá hefur reynst erfiðara að vinna friðinn,” sagði hann en lagði jafnframt áherslu á að bæði Bandaríkin og Evrópusambandið væru lykilsamstarfsaðilar Bretlands.
„Ég mun ávalt verja samstarf okkar við bæði Bandaríkin og ESB,” sagði hann og bætti við að það væru skuldbindingar sem væru ótengdar einstaka stjórnmálamönnum.