Forstjóri Alcoa hvetur til aðgerða gegn loftslagsbreytingum

Alain Belda, forstjóri Alcoa.
Alain Belda, forstjóri Alcoa. AP

Alain Belda for­stjóri og stjórn­ar­formaður Alcoa sem á ál­ver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarf­irði, sagði í gær á leiðtoga­fundi Sam­einuðu þjóðanna um lofts­lags­mál, að hann væri þess full­viss að hægt væri að koma á nýju, alþjóðlegu sam­komu­lagi um viðbrögð við lofts­lags­breyt­ing­um.

Hann tel­ur að hægt sé að gera slíkt sam­komu­lag þannig úr garði að það leiði til efna­hags­legra tæki­færa frek­ar en áhættu. Yfir 70 þjóðarleiðtog­ar sækja ráðstefn­una sem hald­in er í höfuðstöðvum Sam­einuðu þjóðanna í New York. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra sit­ur fund­inn fyr­ir Íslands hönd, að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

„Belda tók þátt í umræðum um leiðir til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Hann sagði að alþjóðafyr­ir­tæki á borð við Alcoa vildu að Sam­einuðu þjóðirn­ar stæðu að gerð raun­hæfr­ar og sann­gjarn­ar áætl­un­ar um hvernig draga megi úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Hann vildi að slíkt sam­komu­lag tæki til­lit til mis­mun­andi hag­kerfa og væri bind­andi fyr­ir öll þau ríki sem mest losa af gróður­húsaloft­teg­und­um," sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu.

„Áætl­un­in þyrfti að vera sveigj­an­leg og stuðla að því að fyr­ir­tæki gripu strax til hag­kvæmra aðgerða til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Hún ætti einnig að stuðla að fjár­fest­ingu í þróun og notk­un nýrr­ar tækni sem gæti dregið úr los­un. Tækni­fram­far­ir hafa verið for­send­ur efna­hags­legs vaxt­ar í heim­in­um,” sagði Belda. “Í áætl­un­inni þyrfti enn­frem­ur að koma fram hvernig megi mæla og draga úr auk­inni los­un sem staf­ar af breyttri land­notk­un og eyðingu skóga. Ég held að við höf­um eng­an ann­an kost en að bregðast við því það er allt of áhættu­samt að gera það ekki. Alcoa er leiðandi fyr­ir­tæki á sínu sviði í heim­in­um og mun leggja sitt af mörk­um í viðbrögðum við lofts­lags­breyt­ing­um. Við hlökk­um til að vinna með ykk­ur að nauðsyn­legu alþjóðlegu átaki í því skyni,“ sagði Belda að lok­um, að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka