Offitutíðni í Skotlandi lítið lægri en í Bandaríkjunum

Tíðni offitu­til­fella í Skotlandi er sú næst-mesta í heim­in­um, á eft­ir Banda­ríkj­un­um, sam­kvæmt töl­um sem skosk stjórn­völd hafa ný­verið birt í tengsl­um við áform sín um að banna sæt­indi og gos­drykki í skól­um.

Einnig á að setja regl­ur um hversu mikið má veita skóla­börn­um af kart­öflu­f­lög­um og að þau skuli fá ávexti og græn­meti.

Frá þessu grein­ir BBC.

Í til­kynn­ingu frá hag­tölu­deild Heil­brigðisþjón­ustu Bret­lands seg­ir, að „offitufar­ald­ur“ geisi í Skotlandi, og nauðsyn­legt sé að bregðast við hon­um. Síðan 1995 hef­ur tíðni offitu­til­vika meðal full­orðinna Skota auk­ist um 46%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert