Sænskur listamaður afhjúpaði í dag skúlptúr sinn af Kristi í hundslíki og sagðist með verkinu vilja hvetja til umræðu um trú og tjáningarfrelsi í kjölfar harðra deilna um skopmyndir af Múhameð spámanni. Skúlptúrinn sýnir Jesú sem hund með blóðugt höfuð undir þyrnikórónu og með „risavaxin kynfæri,“ að sögn sænsku fréttastofunnar TT.
En fáeinum klukkustundum eftir að verkið var afhjúpað á hringtorgi í bænum Fagerhult í Suður-Svíþjóð var það horfið. Ekki hafa borist fregnir af því hvað um verkið varð.
Listamaðurinn, Stig Ramsing, sagði í viðtali: „Ég vil að trúarbrögðin hætti að líta á samfélagið og þá sem minna mega sín sem fávita.“