Lögregla réðist til atlögu gegn mótmælendum

Óeirðalögregla beitti táragasi og kylfum gegn mótmælendum við pagóðuna.
Óeirðalögregla beitti táragasi og kylfum gegn mótmælendum við pagóðuna. Reuters

Lögreglan í Myanmar notaði kylfur til að berja mótmælendur, þar á meðal munka við pagóðu sem var fundarstaður mótmælenda. Fréttavefur BBC hefur þetta eftir sjónarvottum. Lögreglan réðist á hóp mótmælenda og munka fyrir utan Shwedagon pagóðuna er mótmælendur gerðu sig klára til að mótmæla níunda daginn í röð.

Lögregla og herinn hafði áður umkringt munkaklaustur í borginni.

Samkvæmt AFP fréttastofunni beitti lögreglan táragasi á um 1000 mótmælendur og Búddamunka í þann mund sem þeir hófu mótmælagöngu frá pagóðunni. Eitt hundrað þeirra var ýtt um borð í lögreglutrukka.

Annar 300 manna hópur Búddamunka hélt í átt að heimili Aung San Suu Kyi í úthverfi Yangon, á eftir þeim fylgdu hertrukkar með um 40 hermönnum. Munkarnir báðu áhorfendur að taka ekki þátt, sögðu að þetta væri verk fyrir munka og báðu fólk að taka ekki þátt í neinu ofbeldi.

Lögreglan mun hafa barið mótmælendur með kylfum.
Lögreglan mun hafa barið mótmælendur með kylfum. Reuters
BBC segir að lögregla og her hafi ráðist til atlögu …
BBC segir að lögregla og her hafi ráðist til atlögu gegn mótmælendum í Yangon. Reuters
Shwedagon pagóðan þar sem mótmælendur söfnuðust saman.
Shwedagon pagóðan þar sem mótmælendur söfnuðust saman. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert