Bandaríkjaher og bandamenn þeirra í Afganistan segjast hafa drepið meira en 120 Talibana í nokkrum bardögum á ólíkum stöðum í suðurhluta landsins. Í gærkvöldi munu 65 Talibanar hafa fallið í Uruzgan-héraði og 60 í nærliggjandi Helmland-héraði.
Fréttavefur BBC segir að 12 óbreyttir borgarar hafi látist í loftárásum í Helmland og að 50 fjölskyldur hafi flúið heimili sín.
Ríflega 3000 manns hafa látið lífið í bardögum afganskra og erlendra herja við uppreisnarmenn Talibana á þessu ári.