Norðmenn veita milljarði dala til baráttu gegn ungbarnadauða

Jens Stoltenberg.
Jens Stoltenberg. Reuters

Norðmenn hétu því í dag að veita millj­arði dala, eða sem svar­ar rúm­lega sex­tíu millj­örðum króna, til bar­áttu gegn ung­barnadauða og barns­b­urðardauða í þró­un­ar­ríkj­un­um. Jens Stolten­berg for­sæt­is­ráðherra til­kynnti þetta við upp­haf ráðstefnu sem Bill Cl­int­on, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti, hef­ur efnt til.

Stolten­berg sagði að mark­miðið með fjár­fram­lag­inu væri að „bjarga millj­ón­um manns­lífa.“ Allt að 10 millj­ón­ir barna deyi á ári hverju af völd­um sjúk­dóma sem hægt væri að lækna með ódýr­um og áhrifa­rík­um hætti. „Hálf millj­ón ungra kvenna deyr á ári hverju á meðgöngu eða í tengsl­um við barns­b­urð,“ sagði Stolten­berg enn­frem­ur.

„Þetta eru hræðileg­ar staðreynd­ir.“ Ung­barnadauði í Nor­egi er einn á móti 30.000, en í sum­um þró­un­ar­lönd­um er tíðnin einn á móti sjö. Þenn­an mun sagði Stolten­berg vera „órétt­lát­an og ónauðsyn­leg­an.“

Pen­ing­ana sem Norðmenn ætla að veita á að nota til að kosta bólu­setn­ing­ar barna í fá­tæk­um lönd­um fram til árs­ins 2015, sagði Stolten­berg.

Ráðstefna Cl­int­ons stend­ur í þrjá daga í New York. Þar á að fjalla um ýmis mál­efni, allt frá gróður­húsa­áhrif­un­um og far­sótt­um til vax­andi launamun­ar og mennt­un­ar­skorts.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert