Ráðist á munka í Yangon

Sautján munkar slösuðust er ráðist var á mótmælendur.
Sautján munkar slösuðust er ráðist var á mótmælendur. Reuters

Sautján Búdda­munk­ar slösuðust er ör­ygg­is­sveit­ir her­stjórn­ar­inn­ar í My­an­mar dreifðu hópi mót­mæl­enda með valdi. AFP frétta­stof­an hef­ur eft­ir sjón­ar­vott­um að munk­arn­ir hefðu slasast er lög­regl­an réðist á mót­mæl­end­ur með kylf­um í grennd við Shwedagon Pagóðuna í Yangon. Ritzau frétta­stof­an seg­ir að einn munk­ur hafi látið lífið en það er óstaðfest.

Meðal hinna slösuðu er átt­ræður Búdda­munk­ur sem að sögn var bar­inn í höfuðið af lög­reglu.

Munkur­inn mun hafa tekið þátt í hinum dag­legu mót­mæl­um þrátt fyr­ir að eiga erfitt með gang.

Búddamunkur með grímu til að verjast táragasi.
Búdda­munk­ur með grímu til að verj­ast tára­gasi. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka