Ráðist á munka í Yangon

Sautján munkar slösuðust er ráðist var á mótmælendur.
Sautján munkar slösuðust er ráðist var á mótmælendur. Reuters

Sautján Búddamunkar slösuðust er öryggissveitir herstjórnarinnar í Myanmar dreifðu hópi mótmælenda með valdi. AFP fréttastofan hefur eftir sjónarvottum að munkarnir hefðu slasast er lögreglan réðist á mótmælendur með kylfum í grennd við Shwedagon Pagóðuna í Yangon. Ritzau fréttastofan segir að einn munkur hafi látið lífið en það er óstaðfest.

Meðal hinna slösuðu er áttræður Búddamunkur sem að sögn var barinn í höfuðið af lögreglu.

Munkurinn mun hafa tekið þátt í hinum daglegu mótmælum þrátt fyrir að eiga erfitt með gang.

Búddamunkur með grímu til að verjast táragasi.
Búddamunkur með grímu til að verjast táragasi. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert