Sautján Búddamunkar slösuðust er öryggissveitir herstjórnarinnar í Myanmar dreifðu hópi mótmælenda með valdi. AFP fréttastofan hefur eftir sjónarvottum að munkarnir hefðu slasast er lögreglan réðist á mótmælendur með kylfum í grennd við Shwedagon Pagóðuna í Yangon. Ritzau fréttastofan segir að einn munkur hafi látið lífið en það er óstaðfest.
Meðal hinna slösuðu er áttræður Búddamunkur sem að sögn var barinn í höfuðið af lögreglu.
Munkurinn mun hafa tekið þátt í hinum daglegu mótmælum þrátt fyrir að eiga erfitt með gang.