Réttarhöldin yfir Spector dæmd ómerk

Phil Spector mætir í réttarsalinn.
Phil Spector mætir í réttarsalinn. AP

Réttarhöldin yfir Phil Spector voru í dag dæmd ómerk þegar kviðdómur tilkynnti að hann gæti ekki komist að niðurstöðu. Kviðdómurinn hafði þá setið á rökstólum í 12 daga eftir að málflutningi lauk. Spector var ákærður fyrir að hafa orðið leikkonunni Lönu Clarkson að bana fyrir rúmum fjórum árum.

Engum fregnum fer af því enn sem komið er hvort réttað verður í málinu á ný.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert