Traust Dana á SAS flugfélaginu hefur rýrnað mikið að undanförnu eftir að tvær Dash 400 flugvélar félagsins nauðlentu en í kjölfar þess hefur verið greint frá því að gallar hafi fundist í lendingarbúnaði flestra þeirra 27 Dash 400 flugvéla sem eru í eigu félagsins. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Einn af hverjum þremur segir traust sitt til félagsins hafa minnkað og um helmingur segist telja að flugfélagið hafi ekki sinnt eftirliti með vélunum nægilega vel.
Þá kemur fram í könnun Wilke Markedsanalyse að næstum 80% aðspurðra telja flugfélagið hafa veitt almenningi of litlar upplýsingar um rannsókn málsins.. 1.000 manns tóku þátt í könnuninni.