Yfirvöld í Myanmar hafa komið þeim skilaboðum til japanskra yfirvalda að japanskur ríkisborgari hafi látist í átökum óeirðalögreglu og mótmælenda. AFP fréttastofan hefur það eftir opinberum starfsmanni í utanríkisráðuneytinu í Tokyo. Ef þetta fæst staðfest er það fyrsti útlendingurinn sem lætur lífið í þessum átökum. Sky fréttastofan segir að hinn látni sé japanskur ljósmyndari.
Sendiráð Japans mun hafa sent starfsmann á sjúkrahúsið til að staðfesta hver hinn látni er.