Opinberir fjölmiðlar í Kína hafa lítið sem ekkert fjallað um mótmæli almennings gegn yfirvöldum í nágrannaríkinu Myanmar. Hvorki sjónvarpsstöðvar né dagblöð sem stýrt er af Kommúnistaflokknum hafa flutt fréttir af mótmælunum því þetta er viðkvæmt mál fyrir kínversku ríkisstjórnina sem er helsti bandamaður herstjórnarinnar í Myanmar.
Einnig eru kínversk yfirvöld stöðugt vakandi fyrir álíka mótmælum á sínum heimaslóðum. 1989 sendu yfirvöld kínversk yfirvöld herlið til að berja niður mótmæli lýðræðissinna í Peking þar sem hundruð ef ekki þúsundir létu lífið.
Hið vinsæla dagblað Peking Ungdómurinn var eitt af fáum blöðum í landinu til að flytja fréttir af mótmælunum í morgun en ekkert var minnst á hörð viðbrögð yfirvalda og því ofbeldi sem beitt hefur verið gegn mótmælendunum.
Þvert á móti var dásamað hvað yfirvöld í Myanmar hafa verið dugleg að halda ró sinni og ekki beitt valdi til að dreifa múgnum.
China Daily sem er gefið út á ensku birti frétt á síðu 7 þar sem sagt er frá því að 3 mótmælendur hafi látið lífið í átökunum.
Fjöldi vestrænna ríkja hafa hvatt Kína til að beita áhrifum sínum í Myanmar til að hindra frekari blóðsúthellingu en yfirvöld í Peking hafa hörfað frá því að taka opinbera afstöðu gegn herstjórninni þar.