Robert Mugabe forseti Zimbabwe átti fund í New York með framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna, Ban Ki-moon í gær. Mugabe neitaði því að neyðarástand ríki í Zimbabwe og sakaði gagnrýnendur hans á Vesturlöndum um að reyna að skapa vandræði.
Mugabe sagði Ban að ástandið í Zimbabwe væri ekki jafn slæmt og Bretar og Bandaríkjamenn vildu vera að láta. Hann sagði að Zimbabwe hefði látið Sameinuðu Þjóðirnar vita ef neyðin yrði brýn. Matarskortur og gríðarlegt atvinnuleysi hrjáir landið.
Mugabe og Ban funduðu áður en forsetinn flutti ræðu sína fyrir allsherjarþing SÞ í gær þar sem hann sakaði George W. Bush um hræsni er hann lýsti stjórn hans sem harðstjórn.
„Hann drepur í Írak. Hann drepur í Afganistan. Og svo á hann að vera okkar lærifaðir í mannréttindum?” sagði Mugabe í ræðu sinni.