Rice segir Bandaríkjamenn taka gróðurhúsaáhrifin alvarlega

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP

Condo­leezza Rice, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, flutti í dag ávarp á ráðstefnu 16 þjóða sem mest menga í heim­in­um. Í ræðu sinni sagði hún Banda­ríkja­menn taka hætt­una sem staf­ar af gróður­húsa­áhrif­um á jörðinni mjög al­var­lega.

„Hvers kon­ar heim vilj­um við búa í? Og hvers kon­ar heim vilj­um við af­henda kom­andi kyn­slóðum?”, spurði Rice. „Banda­ríkja­menn taka lofts­lags­breyt­ing­ar mjög al­var­lega þar sem við erum bæði stórt hag­kerfi og mikl­ir meng­un­ar­vald­ar.

Til­gang­ur­inn með ráðstefn­unni er að hrinda af stað fimmtán mánaða ferli þar sem þjóðir sem mikið menga setja fram áætl­un um að draga úr meng­un og leita leiða til að glíma við meng­un­ar­vand­ann með iðnaði, nýrri tækni og öðrum úrræðum sem í boði eru.

Ráðstefn­an stend­ur í tvo daga , en Geor­ge W. Bush, Banda­ríkja­for­seti, sem lagði til að ráðstefn­an yrði hald­in, held­ur ræðu á föstu­dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert