Yfirmaður geimdeildar rússneska hersins, Vladimir Popovkin hershöfðingi tilkynnti í morgun að Rússar myndu neyðast til að svara fyrir sig ef aðrar þjóðir kæmu vopnum fyrir úti í geimnum. Fréttaskýrendur líta á þetta sem harða viðvörun til Bandaríkjanna.
„Við viljum ekki þurfa að heyja stríð í geimnum, við viljum ekki þurfa að ná yfirhöndinni í geimnum, en við munum heldur ekki leyfa öðrum þjóðum að hafa yfirhöndina í geimnum,” sagði Popovkin við rússneska fjölmiðla í morgun.
Hann sagði að það væri lögmál hernaðar að ef vopn birtust í geimnum myndi gagnhernaður hefjast þar.