Tveir herskáir Palestínumenn létust í eldflaugaárás Ísraelshers á Gaza í morgun og hafa þá að sögn AP fréttastofunnar 11 manns látist í átökum á svæðinu undanfarna tvo daga. Yfirvöld í Ísrael sögðust vera að koma í veg fyrir frekari eldflaugaárásir á ísraelskar borgir og bæi.
Samkvæmt Ísraelsher hafa ellefu eldflaugar og tugir sprengna úr sprengjuvörpum lent í Ísrael síðan í gær þrátt fyrir viðvaranir varnarmálaráðherrans, Ehud Barak um að hann væri nálægt því að fyrirskipa stórtækar hernaðaraðgerðir á Gaza.
Engan sakaði í eldflaugaárásum Palestínumanna.