Hugsanleg sprengja í grennd við mosku í Svíþjóð

Sænska lögreglan fékk tilkynningu um hugsanlega sprengju í grennd við mosku í Örebro fyrir skömmu. Vegfarandi sem sá tösku á undarlegum stað gerði lögreglu viðvart og er búið að loka götum í grenndinni. Að sögn Dagens Nyheter er verið að athuga hvort senda eigi sprengjusérfræðinga frá Stokkhólmi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert