Netsamband við Myanmar rofið

Herstjórnin í Myanmar segir fréttaflutning erlendra blaðamanna æsa upp mótmælin …
Herstjórnin í Myanmar segir fréttaflutning erlendra blaðamanna æsa upp mótmælin i landinu. Reuters

Aðal­netteng­ing My­an­mar við um­heim­inn hef­ur rofnað. Sam­kvæmt starfs­manni hjá síma­fyr­ir­tæki lands­ins er ástæðan skemmd á neðan­sjáv­ar­kapli. AFP frétta­stof­an skýrði frá þessu fyr­ir skömmu en ekki er vitað hvort aðrar teng­ing­ar eru virk­ar og eða hvort yf­ir­völd hafi vilj­andi rofið sam­bandið.

Blaðamenn á frétta­vef BBC segja að aðgerðir her­stjórn­ar­inn­ar séu farn­ar að hafa áhrif á flæði mynda af mót­mæl­un­um. Færri ljós­mynd­ir og frétta­mynd­skeið hafa verið send beint frá fólki í My­an­mar.

Einnig hafa borist fregn­ir af því að farsíma­loft­net séu hætt að virka og síma­lín­ur heim til er­lendra blaðamanna hafi verið rofn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert