Skrúfuþjófur handtekinn í Þýskalandi

Skrúfuþjófurinn var stórtækur og hagnaðist vel á iðju sinni.
Skrúfuþjófurinn var stórtækur og hagnaðist vel á iðju sinni. mbl.is/Guðmundur Rúnar

Lögreglan í Þýskalandi hefur handtekið mann fyrir að stela ríflega milljón skrúfum frá atvinnurekanda sínum og selja síðan þýfið á netinu. Maðurinn starfaði við samsetningu en nafni fyrirtækisins hefur verið haldið leyndu. Hann mun hafa stolið um 7 þúsund skrúfum á dag í tvö ár.

Þýfið sem talið er hafa verið 1,1 milljón skrúfur eru metnar á 110 þúsund evrur eða 9,6 milljónir íslenskra króna.

Maðurinn seldi skrúfurnar með afslætti á netinu en lögreglan sá starfsemi hans þar og undraðist hvaðan þessar skrúfur kæmu í svo miklu magni.

Skrúfuþjófurinn var handtekinn síðastliðinn miðvikudag heima hjá sér í Würzburg og gekkst hann við stuldinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Hilmar Guðmundsson:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert