Íranska þingið samþykkti í dag þingsályktunartillögu þar sem bandaríska leyniþjónustan CIA og bandaríski herinn eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök. Litið er á ályktunina, sem ekki er bindandi, sem viðbrögð við því að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun þar sem bandaríska utanríkisráðuneytið er hvatt til að skilgreina Byltingarvörðinn svonefnda í Írak hryðjuverkasamtök.
Í ályktuninni segir, að CIA og Bandaríkjaher séu hryðjuverkasamtök vegna þess að þau hafi tekið þátt í að varpa kjarnorkusprengju á Japan, notað sprengjur með skertu úrani á Balkanskaga, í Afganistan og Írak, stutt morð Ísraelsmanna á Palestínumönnum og drepið íraska borgara og pyntað fanga.