Íranska þingið lýsir CIA hryðjuverkasamtök

Úr þingsalnum í Teheran.
Úr þingsalnum í Teheran. AP

Íranska þingið samþykkti í dag þings­álykt­un­ar­til­lögu þar sem banda­ríska leyniþjón­ust­an CIA og banda­ríski her­inn eru skil­greind sem hryðju­verka­sam­tök. Litið er á álykt­un­ina, sem ekki er bind­andi, sem viðbrögð við því að öld­unga­deild Banda­ríkjaþings samþykkti álykt­un þar sem banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneytið er hvatt til að skil­greina Bylt­ing­ar­vörðinn svo­nefnda í Írak hryðju­verka­sam­tök.

Í álykt­un­inni seg­ir, að CIA og Banda­ríkja­her séu hryðju­verka­sam­tök vegna þess að þau hafi tekið þátt í að varpa kjarn­orku­sprengju á Jap­an, notað sprengj­ur með skertu úrani á Balk­anskaga, í Af­gan­ist­an og Írak, stutt morð Ísra­els­manna á Palestínu­mönn­um og drepið íraska borg­ara og pyntað fanga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert