Karlmaður í Sádí-Arabíu hefur skilið við eiginkonu sína þar sem honum þótti ósiðsamlegt að hún horfði ein á sjónvarpsþátt þar sem karlmaður var kynnir. Karlmaðurinn batt enda á hjónabandið á þeim forsendum að hún hefði í raun verið ein með ókunnugum karli, en slíkt er bannað samkvæmt ströngum lögum í landinu, sem byggja á Íslamstrú. Í Sádí-Arabíu hafa karlar rétt til að skilja við konur sínar án þess að gefa fyrir því nokkra ástæðu.