Þýskur starfsmaður trésmíðaverkstæðis stal yfir milljón skrúfum á verkstæðinu og seldi þær á netinu. Undirboð hans á skrúfunum vöktu athygli lögreglunnar sem handtók manninn fingralanga.
Lögregla segir, að maðurinn, sem býr í Würzburg, hafi tekið með sér 2-7000 skrúfur á hverjum degi þegar hann fór heim úr vinnunni. Talið er að maðurinn hafi aflað sér um 10 milljónir króna með skrúfusölunni á tveimur árum.