Þrjátíu létust í sjálfsvígsárás í Kabúl

Þrjátíu manns létust í öflugri sprengingu í Kabúl í dag
Þrjátíu manns létust í öflugri sprengingu í Kabúl í dag AP

Þrjátíu létust í dag í sjálfsvígsárás þegar maður klæddur í herbúning sprengdi upp rútu á vegum afganska hersins í Kabúl. Þrjátíu til viðbótar særðust. Þetta er mannskæðasta tilræði uppreisnarmanna síðan í júní sl.

Hamid Karzai, forseti landsins hvatti í dag til þess að barist yrði gegn uppreisnaröflum af enn meiri móð, og ítrekaði boð um viðræður við uppreisnarmenn ef þeir höfnuðu ofbeldi.

Meðal þeirra látnu voru bæði hermenn og óbreyttir borgarar, starfsmenn varnamálaráðuneytis landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert