Um 3.000 manns, þar af hundruð útlægra Myanmar-búa tóku þátt í mótmælagöngu í Lundúnum í dag til að vekja athygli á ástandinu í Myanmar. Gengið var frá Trafalgar-torgi og fram hjá Downing-stræti 10, þar sem skrifstofur forsætisráðherrans Gordon Brown eru. Göngunni lauk svo í Battersea garðinum þar sem viðstaddir tóku báðu bænir.
Mótmælendur héldu á borðum með slagorðum og myndum af baráttukonunni Aung San suu Kyi, sem undanfarin átján ár hefur verið að mestu í stofufangelsi.
John Jackson, talsmaður baráttuhópsins Burma Campaign UK segir að skipulagning mótmælanna í Myanmar og aginn sem mótmælendur hafi sýnt veki athygli og því trúi hann því að þau muni bera árangur í þetta sinn. Þá sagði hann merki um að ósætti væri innan hersins, en fregnir hafa borist af því að hermenn hafi neitað að skjóta á mótmælendur.