Breskir íhaldsmenn vilja kosningar

Gordon Brown þarf ekki að boða til kosninga fyrr en …
Gordon Brown þarf ekki að boða til kosninga fyrr en árið 2010, en er engu að síður sagður vera að íhuga alvarlega að boða til þeirra á næstunni AP

Bresk­ir íhalds­menn hvöttu í dag Gor­don Brown, for­sæt­is­ráðherra, til að boða til kosn­inga sem fyrst. Þingmaður­inn William Hague sagði í dag á flokksþingi íhalds­manna sem haldið er í bæn­um Blackpool að flokk­ur­inn væri til­bú­inn og þyrsti í sig­ur. Skoðanakann­an­ir benda til þess að Verka­lýðsflokk­ur­inn hafi mikið for­skot á íhalds­menn, en Gor­don Brown, sem tók við embætti for­sæt­is­ráðherra í sum­ar, nýt­ur mik­illa vin­sælda.

Formaður Íhalds­flokks­ins, Dav­id Ca­meron hef­ur látið svipuð orð falla og Hagu­em en hann sagði í viðtali í bresku sjón­varpi á föstu­dag að flokk­ur­inn væri til­bú­inn til að ganga til kosn­inga, en viður­kenndi að á bratt­ann væri að sækja.

Verka­lýðsflokk­ur­inn hef­ur sam­kvæmt könn­un­um um 11% for­skot á Íhalds­flokk­inn og er Brown sagður vera að íhuga al­var­lega að boða til kosn­inga. Orðróm­ur er um að hann muni jafn­vel boðað til kosn­inga á næstu vik­um. Kjör­tíma­bil­inu lýk­ur ekki fyrr en í maí árið 2010, en ýms­ir eru á því að Brown þurfi að boða kosn­inga til að fá fullt um­booð bresku þjóðar­inn­ar, en hann tók við embætti af Tony Bla­ir á miðju kjör­tíma­bili.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert