Google Earth afhjúpar risa-hakakross

mbl.is/Google Earth

Bandaríski sjóherinn hefur ákveðið að eyða allt að 600.000 Bandaríkjadölum í að breyta útliti nokkurra bygginga sinna í Coronado í Kaliforníu. Um er að ræða fjóra hermannaskála sem eru í laginu líkt og L, og voru byggðir seint á sjöunda áratugnum. Skálarnir vöktu litla athygli um áratuga skeið, en nýlega veittu notendur hugbúnaðarins Google Earth því athygli að skálarnir mynda hakakross ef horft er á þá úr lofti.

Áf jörðu niðri er engin leið að sjá táknið og leiðir flugvéla liggja ekki þannig að farþegar hafi veitt mynstrinu athygli. Eftir að skálarnir voru byggðir árið 1967 komust reyndar heryfirvöld að þessu, en þar sem táknið sást ekki var ákveðið að aðhafast ekkert.

Með hnattlíkaninu Google Earth getur hins vegar hver sem er séð skálana úr lofti og var málið tekið upp í spjallþætti í útvarpi á síðasta ári og hefur málið síðan vakið æ meiri athygli og margir haft á orði að óviðeigandi sé að hakakrossinn, sem flestir tengja við nasisma, sé tengdur í hugum manna við bandaríska herinn. Sjóherinn hefur því ákveðið að veita fé til þess að gera breytingar á húsunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert