Bill Clinton segist finna til skyldleika með Færeyingum

Bill Clinton heimsótti m.a. færeyskan bóksala í Þórshöfn
Bill Clinton heimsótti m.a. færeyskan bóksala í Þórshöfn sosialurin.fo

Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, millilenti á Íslandi í morgun á leið sinni til Færeyja en þangað kom hann um hádegi í dag. Clinton mun flytja ræðu á ráðstefnu í Færeyjum í dag en við komuna þangað sagði Clinton að hann hefði alltaf fundið til skyldleika með Færeyingum, þar sem hann væri af írskum ættum og fyrstu landnámsmenn á eyjunum hefðu verið Írar.

Clinton hafði aðeins stutta viðdvöl á Keflavíkurflugvelli, en hann kom hingað með einkaþotu en flugvél færeyska flugfélagsins Atlantic Airways sótti hann.

Koma Clintons til Færeyja hefur vakið mikla athygli, skömmu eftir komuna til Þórshafnar fór forsetinn fyrrverandi í gönguferð um göngugötuna í gamla hluta bæjarins og heilsaði upp á fjölda fólks sem komið hafði til að berja Clinton augum.

Á fréttavefnum portal.fo segir að Clinton virðist afslappaður og gefi sér góðan tíma til að tala við fólk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert