Bandaríski forsetaframbjóðandinn Barack Obama bætti 19 milljón Bandaríkjadölum við kosningasjóð sinn á undanförnum þremur mánuðum og sögðu aðstoðarmenn hans það þagga niður í þeim röddum sem hafa staðhæft að Hillary Clinton þyrfti ekki að hafa fyrir því að hljóta tilnefningu sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins fyrir kosningarnar á næsta ári.
Obama hefur nú yfir um 80 milljónum Bandaríkjadala að ráða en talið líklegt að þessar forsetakosningar verði þær fyrstu í sögunni sem fari yfir milljarð dala í kosningasjóðum frambjóðenda.