FBI rannsakar mál starfsmanna Blackwater USA

Öryggisverðir Blackwater eru sagðir hafa hafið skothríð eftir að sprengja …
Öryggisverðir Blackwater eru sagðir hafa hafið skothríð eftir að sprengja sprakk í námunda við bílalest sem þeir fylgdu. AP

Bandarísku alríkislögreglunni FBI hefur verið falið að rannsaka aðild starfsmanna einkafyrirtækisins Blackwater USA að dauða ellefu óbreyttra borgara í Bagdad, höfuðborg Íraks, í síðasta mánuði. Segir talsmaður FBI að hugsanlegt sé að einstakir starfsmenn fyrirtækisins verði sóttir til saka verði niðurstaða stofnunarinnar samhljóma niðurstöðu íraskra yfirvalda í málinu. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Íraskir ráðamenn hafa sakað öryggisverði á vegum fyrirtækisins um að skjóta að tilefnislausu á óvopnað fólk en fyrirtækið neitar því og segir öryggisverðina hafa skotið í sjálfsvörn.

Erik Prince, forstjóri fyrirtækisins, mun koma fyrir eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, síðar í dag. “Við hlökkum til að koma þessum hlutum og öðrum á hreint á morgun þegar hann ber vitni fyrir nefndinni,” sagði Anne Tyrrell fjölmiðlafulltrúi hans í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert